mánudagur, október 11, 2004

Hafi ég verið "hooked on" fjölmiðlamálinu þá veit ég ekki hvernig á að lýsa fíkn minni hvað varðar forsetakosningarnar í Bandaríkjunum (eða BNA eins og fjölmiðlar eru að reyna að venja fólk á).
Á hverjum degi skoðar maður ruv.is, visir.is, mbl.is, newsweek.com og cnn.com, nokkrum sinnum á dag. Þetta er geysi spennandi. Auðvitað vonar maður að Kerry vinni, eða öllu heldur að Bush tapi. Það var athyglisverð skoðanakönnun birt um daginn þar sem kom í ljós að í langflestum löndum í heiminum myndi Bush skíttapa ef fólkið þar fengi að velja. Í mörgum löndum fengi hann minna en 10% fylgi. Í fyrra var birt könnun sem sýndi að Evrópubúar telja aðalógnina við heimsfriðinn vera George W. Bush, sem sagt ekki Saddam eða Usama heldur hann W.
Það var dáldið fyndið að sjá hvernig umræðan þróaðist eftir fyrstu kappræðurnar. Fyrst var sagt að þeir hefðu verið nokkuð jafnir þó Kerry hefði komið á óvart. Svo var sagt að fólki hefði þótt Kerry betri. Svo vann Kerry og núna er talað um að Bush hafi algjörlega klúðrað þessu. Þetta minnir mig á þegar ég fór á sinfóníutónleika með Mömmu. Í hléinu sögðum við að sólistinn hefði verið bara la la. Svo heyrði ég Mömmu segja að hún væri ekki hrifinn af honum, svo var hann alveg hryllilegur, eftir tónleikana sagði Mamma: "Veistu, ég er viss um að hann hafi verið fullur!"

Engin ummæli: