föstudagur, apríl 09, 2004

Já þetta var nú góður Simpsons þáttur. Reyndar voru þeir tveir.
Var að koma heim eftir að hafa spilað á tónleikum í Oscar Fredriks kirkjunni. Það gekk svaka vel, alla vega af minni hálfu. Kórinn átti það til að vera dáldið undir tóni við og við. Svo spilaði ég stykki eftir Liszt sem ég hef ekki spilað síðan á vorprófinu í fyrra. Hrafnhildur var á tökkunum og stóð sig mjög vel. Það var síður en svo auðvelt. Hún stóð sig meira að segja betur en organisti kirkjunnar sem var á hægri hliðinni. Hann gleymdi nebblega að setja inn einn takka sem ég tók sem betur fer eftir og gat leiðrétt. Merkilegt hvað reyndir og færir organistar veigra sér við að vera svona registrant. Þessi saup kveljur þegar ég bað hann, orgelkennarinn minn vill helst ekki registrera og Hans Davidsson orgelprófessor sem hefur verið með Masterclass í skólanum sagðist vera alveg afleitur í þessu.

Engin ummæli: