föstudagur, maí 25, 2007

"13. ágúst kl. 19.00 Skálholtsdómkirkja
Messa í h-moll BWV 232 eftir Johann Sebastian Bach

Mótettukór Hallgrímskirkju, sem nú fagnar 25 ára afmæli sínu flutti h-moll messuna 1998 í Skálholtsdómkirkju, sem enn er í minnum haft. Nú hljómar þetta stórvirki í fyrsta sinn í Skálholti með barokksveit.

Miðaverð: 4.900/3.600"

Þessi "fyrsta sinn" frasi er orðinn ansi þreyttur. 1998 hefur þetta væntanlega verið í frysta skipti í Skálholti. Hvað er hægt að segja núna... jú í fyrsta skipti í skálholti með barokksveit... og 4900 kr. Er ekki verið að djóka?

Ég fór á masterclass hjá Radulescu á miðvikudaginn. Þvílíkur viskubrunnur. Það vall upp úr honum spekin um Bach og hvernig bæri að túlka orgelverkin hans. Spilastíllinn hans er reyndar af gamla skólanum og algjörlega á skjön við það sem ég lærði í Svíþjóð en samt mjög flottur. Ég fór svo á tónleika í gærkvöldi þar sem hann stjórnaði tveimur kantötum eftir Bach, hann hafði reyndar lokið við aðra sjálfur. Eftirvæntingin var mikil og ég fór líka á æfingu til að fylgjast með vinnubrögðunum hans. Hljómsveitin og Kór Langholtskirkju hljómuðu yfirleitt mjög vel en prófessorinn olli vonbrigðum. Það klikkaði ansi mikið á tónleikum og það skrifast eiginlega allt á hann. Einu sinni duttu eiginlega allir út því slagið var svo óskýrt hjá honum. Hann flautaði meira að segja sólóið í staðinn fyrir óbóið. Það var frekar fyndið.

10 ummæli:

Þorbjörn sagði...

Ég vissi ekki hvert ég ætlaði þegar hann fór að flauta...

Nafnlaus sagði...

Flautaði hann sólóið? (tíhíhíhí)

Þóra Marteins
p.s. ég er að fíla diskinn í tætlur og hann er heilmikill innblástur. Takk :D

Maggi sagði...

Sumir héldu að það væri kannski einhver æstur bach-aðdáandi sem flautaði með tónlistinni eins og þegar menn syngja með á Queen-tónleikum.
Martin er flottur. Það verður gaman að flytja hann einhvern tímann.

Nafnlaus sagði...

ertu nokkuð að tala um Frank Martin? kannski messu fyrir tvo kóra ;)

Maggi sagði...

júbb.

Nafnlaus sagði...

tveir kórar, já...

Fyrsta skipti á Íslandi, já, flutningur enn í minnum hafður, jahá. Ég var nú með þarna, eina skiptið sem ég hef sungið með Mótettunni og þetta var hreinlega alls ekki nógu gott. Sópraninn ósamstæður og bassinn baulaði, og kórinn kunni þetta bara almennt ekki nógu vel. Altsöngkonan reyndar æði, kannski er hún nóg til að flutningurinn hafi verið svona mikið í minnum hafður.

Vel getur verið að þetta verði æðislegt núna en ekki ætla ég að kaupa rándýran miða og keyra uppeftir...

Maggi sagði...

Þetta verður reyndar líka tvisvar í Hallgrímskirkju dagana á undan.

Nafnlaus sagði...

já, en þó svo sé, miðarnir eru samt rándýrir ;)

Maggi sagði...

Sammála

Nafnlaus sagði...

duruflé hefði kannski verið meiri innspýting :)

ekkert mikið flautað þar held ég