fimmtudagur, apríl 26, 2007

Ég sá mjög áhugaverðan þátt um Mario Lanza í gær, þvílík rödd. Svo var þetta BBC þáttur sem er auðvitað ávísun á gæði. En af hverju í ósköpunum var hann sýndur kl. 22.40? Samkvæmt blaðinu í gær var sýnt Ugly Betty, breskur gamanþáttur, Scrubs og íþróttakvöld. Þarf þetta virkilega að ganga fyrir svona vönduðum og áhugaverðum þáttum?

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ugly Betty og Scrubs eru reyndar algjör snilld....

Þóra Marteins

Maggi sagði...

Ég hef ekkert á móti þessum þáttum. Hef reyndar aldrei séð Betty en þetta er bara svo algengt hjá Sjónvarpinu að troða svona heimildaþáttum ógeðslega seint.

Nafnlaus sagði...

Hjartanlega sammála syninum. Ég lét mig hafa að vaka, þrátt fyrir ævilanga kvöldsvæfu og varð ekki svikin. Galt þess hins vegar í vinnunni í gær. Mér finnst að það mætti hafa fasta "menningarþætti" kl. 20:30 eða 21:00 1x viku, eins og handboltakvöld, hláturmyndir o.s.frv. í stað þess að bjóða upp á góðar myndir og menningarþætti eins og þar færi argasta barnaklám, sem er bara sýnt þegar börn eru sofnuð. mamma kveldynja

Nafnlaus sagði...

Það væri nú reyndar draumur ef hægt væri að festa nokkra góða sýningartíma til að sýna okkur svona heimildarþætti. Horfði einmitt á þennan þótt seint væri og þótti gaman af :)

kveðja
Þóra Marteins