laugardagur, október 14, 2006

Ómægod hvað þetta er fyndið!

Flutti Eddu í dag með Sinfó. Það gekk bara alveg lygilega vel. Alveg mesta furða hvað maður hitti á margar réttar nótur. Það er reyndar einn kafli sem er bara ekki hægt að syngja af neinu viti. Held að hann hafi verið á sýrutrippi þegar hann samdi þetta. Var hann ekki á undan sínum tíma í öllu hvort eð er.

Ég tók alla Fílharmóníuna í raddpróf og það tókst bara ansi vel. Það var góð stemning fyrir þessu. Það voru náttúrlega allir nervusir þegar þau komu inn til mín og Margrétar en allir stóðu sig voða vel. Það voru yfir sextíu sem komu og 8 sem ekki stóðust prófið. Flestir tóku því nú bara nokkuð vel að fá ekki að vera áfram, áttu jafnvel von á því á meðan aðrir voru dálítið leiðir. En ég heyri greinilegan mun á kórnum. Þessar tvær æfingar í þessari viku hafa gengið mjög vel. Ég er að æfa eitt lag fyrir aðventutónleikana sem er mjög rytmískt og það gengur miklu betur en ég gerði ráð fyrir. Það eru sennilega allir enn á tánum eftir þessi raddpróf.

2 ummæli:

Hildigunnur sagði...

takk fyrir tónleikana, þetta var bara mjög flott.

Nafnlaus sagði...

hahahhaaahahaaha langt síðan ég hafði séð þetta :D tisko tansi.. best þegar hann segir greinilega diskó fílinginn, enda er hann greinilega í honum.. við ættum nú að stúdera þetta soldið og þá getum við heldur betur tætt upp gólfdúkinn í brúðkaupinu :D