þriðjudagur, maí 02, 2006

Við fengum lyklana afhenta á föstudagskvöldið og erum búin að vera að mála síðan þá. Ég gleymdi því næstum að ég ætti afmæli. Ég er búinn að vera að mála þrjá daga í röð. Við tókum bara alla veggi og loftið. Það var kominn tími á það. Við hjónin fórum út að borða og svo í leikhúsið á afmælisdaginn. Fórum að sjá Belgíska Kongó. Það var mjög skemmtilegt. Við vorum reyndar mjög hissa þegar það var bara allt í einu búið og við ekki fengið svör við ansi mörgum spurningum. En við vorum ekkert smá þreytt eftir alla málningavinnuna. Svo ætlum við að flytja dótið inn í kvöld og flytjum svo sjálf seinna í vikunni, kannski á föstudaginn eða eitthvað svoleiðis. Það á eftir að veggfóðra einn vegg og við getum ekki ákveðið munstrið fyrr en við vitum hvernig við ætlum að raða í íbúðina. Svo er spurning hvort við skellum eldhúsinnréttingunni í plashúðun eða kaupum bara nýja eftir nokkra mánuði. Það væri fínt að auka við skápaplássið og hafa þá alveg upp í loft þannig að maður þurfi ekki alltaf að vera að þrífa ofan af þeim.

4 ummæli:

Þóra sagði...

Ég gleymdi því að þú ættir afmæli. Til hamingju með afmælið nokkrum dögum of seint :-)

Maggi sagði...

Ég þakka

Torfi sagði...

Er í sömu sporum og Þóra... til hamingju með daginn, Ísak og íbúðina!!!! Kem bráðum að kíkja á ykkur!

Þóra sagði...

Takk fyrir messuna :-)