miðvikudagur, apríl 12, 2006

Tónleikarnir í gær gengu mjög vel. Kórinn stóð sig mjög vel en það voru smá hnökrar hjá hljómsveit og einsöngvurum hér og þar. Sumir virtust samt ekkert hafa tekið eftir því. Ég var alveg hissa hvað það voru margir alveg sérstaklega hrifnir af Mozart. Nokkrir sem töluðu um að hafa verið með tárin í augunum allan tímann. Mér finnst þetta einmitt ekki þannig verk heldur mjög skemmtilegt og glaðlegt. En RÚV mætti sem betur fer líka í gærkvöldi og tók upp og maðurinn hennar Ingibjargar tók líka upp á vídéó og því verður hægt að nota hljóðupptökuna saman með því og gefa út á DVD fyrir þátttakendur. Svo mættu gagnrýnendur frá Mogganum og DV.
Í kvöld förum við svo að sjá Indru systur leika eitt af aðalhlutverkunum í Hugleik og svo förum við Norður á skírdag og komum aftur annan í páskum.
Styttist í afhendingu.

1 ummæli:

Torfi sagði...

Ég tók eftir pínulitlum klikkum, einu hjá hljómsveit og einu hjá sópraninum, en úff hvað var gaman! Verð að segja þér að það leit út fyrir að stjórnin væri í afar öruggum höndum og segi bara til hamingju með frábæra tónleika! Fannst Haydn frábær. Var aðeins langdregin um miðjuna en síðustu 20 mín voru magnaðar!