laugardagur, desember 10, 2005


Við feðgarnir eigum "gæðastund" saman á meðan Hrafnhildur reynir að sofa. Kenny og Elenor komu í heimsókn áðan og Ísak sýndi á sér sínar bestu hliðar, var bara sallarólegur en svo undir lokin tók hann öskurkast þannig að þau fengu að sjá báðar hliðarnar á honum. Við og við liggur hann hjá mér glaðvakandi og skoðar umhverfið. Ég hef reynt að hrista hluti fyrir framan hann í skærum litum en hann hefur ekki svo mikinn áhuga á því. Hann tekur eitt til tvö öskurkast á dag þar sem hann öskrar þangað til hann fær að drekka, þar sofnar hann voða fljótt án þess að hafa drukkið nóg, svo fer hann að öskra aftur. Svona getur þetta gengið í hringi í nokkra klukkutíma. Að öðru leyti er hann ljúfur. Hann virðist ekki vera með hita eða með í maganum og við náum stundum að sofa heilar þrjár klukkustundir í einu.

Við fengum fréttir af Skrámi um daginn frá Einangrunarstöðinni á Reykjanesi. Hann var fyrsti kötturinn í hópnum til að ná sér eftir ferðalagið og eins og við var að búast er hann búinn að heilla starfsfólkið upp úr skónum. Þau sögðu að hann væri svo kelinn og forvitinn og hefur alltaf eitthvað fyrir stafni og hann fylgist til að mynda alltaf vel með þegar hundunum er gefið að borða.

Engin ummæli: