sunnudagur, september 18, 2005

Andinn kom allt í einu yfir mig á föstudagskvöldið og ég fór að semja kórverk og hætti ekki fyrr en klukkan hálf tvö um nóttina. Þetta er reyndar verk sem ég ætlaði að semja fyrir tveimur árum en þá strandaði ég á einum kafla sem ég vissi ekki hvernig ég gæti gert. En við erum að æfa Dixit Dominus eftir Handel í Mikaeli kammerkórnum og þegar við sungum einn kaflann á þriðjudaginn var þá sá ég hvernig ég gæti gert þetta. Þannig að ég byrjaði bara að semja eftir kvöldmat á föstudaginn og þorði ekki að hætta fyrst maður var í stuði. Erfiðast finnt mér eiginlega að koma textanum að. Þetta er sem sagt biblíutexti sem er ansi óreglulegur. Svo er hægt að pæla í einum takti lengi lengi og þá getur maður misst heildarsýnina. Ég er sem sagt búinn að gera beinagrindina og á bara eftir að fínpússa sem ég vonast til að hafa tíma til seinna í vikunni.

Í gær fórum við í IKEA að kaupa nokkra lampa og kíkja á barnadót- og húsgögn en við ákváðum að reyna að kaupa það frekar notað á netinu. Svo komu nokkrar konur frá Nynäshamn í mat og Skrámur naut sín þvílíkt og prófaði að kúra hjá þeim öllum.

Engin ummæli: