Borgarstjórnin þarf kraftaverk til að hífa fylgið upp úr 25%. Þetta byrjar ekki vel. Það kostar borgarbúa 38 milljónir að hafa þrjá borgarstjóra og aðstoðarmenn þeirra á launum.
580 milljónir kostar að kaupa húsin við Laugaveg og ætli það kosti ekki annað eins að gera þau upp. Er þetta þessi trygga og örugga fjármálastjórn sem Sjálfstæðisflokkurinn stærir sig af? Svo skipa þeir manneskju sem formann
barnaverndarnefndar að henni forspurðri og hún neitar að gegna þessu embætti.
Svo er Mogginn er alveg í essinu sínu í leiðara sínum í dag.
"Í gær kallaði Samfylkingin fólk á áheyrendapalla Ráðhússins vegna kjörs nýs borgarstjóra á vegum nýs meirihluta í borgarstjórninni. Þeir áheyrendur, sem Samfylkingin kallaði til höfðu uppi hróp og köll og púuðu á nýjan borgarstjóra og aðra."
"Samfylkingin þolir bersýnilega ekki að missa völdin í borgarstjórn og bregst við með afar ógeðfelldum áróðri gegn Ólafi F. Magnússyni, borgarstjóra."
Þessi frétt um lyklaskiptin er líka alveg kostuleg.
"ÓLAFUR F. Magnússon tók við lyklavöldum borgarstjóra í ráðhúsinu af fráfarandi borgarstjóra, Degi B. Eggertssyni, eftir átakafund í borgarstjórn í gær. Þrátt fyrir að hitnað hafi í kolunum í borgarstjórn kom nýjum og fráfarandi borgarstjóra vel saman við lyklaskiptin og hrósaði Ólafur forvera sínum í hástert fyrir frammistöðu sína í embættinu. Sagðist Ólafur vonast til þess að hann og Dagur ynnu aftur saman í framtíðinni, þó svo að málum hafi lyktað svona að þessu sinni. Óskaði Dagur honum velfarnaðar í starfi."
Þessi lyklaskipti voru einstaklega kuldaleg. Dagur sagði ekkert nema gjörðu svo vel en Ólafur reyndi að sleikja hann upp. Þá sagði Dagur "gangi þér vel" og klappaði honum á olnbogann. Sjá hér.