
miðvikudagur, nóvember 29, 2006

þriðjudagur, nóvember 28, 2006
Elsku Ísak

Mér datt ekki í hug að hjartað í mér gæti stækkað svona mikið. Við elskum þig meira með hverjum deginum sem líður. Þú bræðir mann með bjarta brosinu þínu og maður stendur agndofa í hvert skipti sem þú tekur upp á einhverju nýju, eins og að ganga nokkur skref

Hér efst er mynd þar sem afi Halldór er að gefa þér fyrsta kökubitann þinn en ég læt líka fylgja með mynd af mér í fanginu á ömmu Mús þegar ég var á þínum aldri.
Eins og afi þinn Ragnar átti til að segja þá er ég algjör PM (Pabbi mont)
fimmtudagur, nóvember 23, 2006
Ég var að koma af Sinfóníutónleikum þar sem Hljómeykisstúlkurnar mínar sungu nokkra takta í lokin á Parsifal og gerðu það alveg æðislega fallega. Það var líka mjög gaman að upplifa þennan Wagnerþátt. Heyrði lokin á honum í morgun og varð mjög heillaður. Þetta byrjaði mjög þunglyndislega en varð svo mjög fallegt eftir því sem leið á.
Svo var mjög gaman á Fílharmóníuæfingu í gær. Ég er alltaf að prufa mig áfram með verkið mitt og gat í samvinnu við kórinn leyst ákveðið vandamál og er mjög sáttur við þá útkomu.
Svo var mjög gaman á Fílharmóníuæfingu í gær. Ég er alltaf að prufa mig áfram með verkið mitt og gat í samvinnu við kórinn leyst ákveðið vandamál og er mjög sáttur við þá útkomu.
þriðjudagur, nóvember 21, 2006
Ég er búinn að setja barnalæsingar á eldhússkápana því junior hefur verið mjög iðinn við að tína út úr þeim undanfarnar vikur. Læsingarnar hafa virkað mjög vel, einum of vel reyndar því við gleymum þeim alltaf. Maður ætlar að henda einhverju í ruslið og... æ já, það er barnalæsing. Og svo mínútu síðar vill maður aftur í ruslið og.... æ, já, það er barnalæsing.
Svo tók bíllinn upp á því að bila. Þegar það gerði svona mikið frost um daginn fór hann að hegða sér eitthvað undarlega og kom meira að segja reykur úr húddinu. Ég fór með hann á næsta verkstæði og sagði hvað gerst hefði og gæjinn spurði hvort það væri ekki örugglega nægur frostlögur á honum. Ég sagði: fröst....lö....gur? Hmmm. Það gæti kannski verið að það vanti bara alveg.
Vatnskassinn hefur nebblega lekið við og við en samt er ekkert að honum. Þetta er víst algengt vandamál með Opel. En ég hef verið voða duglegur að bæta á hann vatni í allt sumar. En nú er ég sem sagt búinn að komast að því til hvers frostlögur er. Það er til þess að vatnið frjósi ekki og eyðileggi ekki vatnskassann. Jæja. Það var ekkert SVO dýr viðgerð og við gátum notast við jeppann hans tengdapabba þann dag sem bílinn var í viðgerð en svo þegar búið var að setja nýjan vatnskassa í var samt eitthvað að. Headpackningin sennilega farin. Jibbí! Bílinn fór á næsta verkstæði og alltaf lét ég eins og þetta væri ekki mér að kenna: "Ég held bara að það hafi ekki verið sett á hann nægur frostlögur" eins og ég væri að kenna öðrum fjölskyldumeðlimum um. En bílinn á að vera tilbúinn í dag og við verðum ca. 160 þúsund kalli fátækari.
Mental note: Setja frostlögsblöndu í vatnskassann ef vantar!
Svo tók bíllinn upp á því að bila. Þegar það gerði svona mikið frost um daginn fór hann að hegða sér eitthvað undarlega og kom meira að segja reykur úr húddinu. Ég fór með hann á næsta verkstæði og sagði hvað gerst hefði og gæjinn spurði hvort það væri ekki örugglega nægur frostlögur á honum. Ég sagði: fröst....lö....gur? Hmmm. Það gæti kannski verið að það vanti bara alveg.
Vatnskassinn hefur nebblega lekið við og við en samt er ekkert að honum. Þetta er víst algengt vandamál með Opel. En ég hef verið voða duglegur að bæta á hann vatni í allt sumar. En nú er ég sem sagt búinn að komast að því til hvers frostlögur er. Það er til þess að vatnið frjósi ekki og eyðileggi ekki vatnskassann. Jæja. Það var ekkert SVO dýr viðgerð og við gátum notast við jeppann hans tengdapabba þann dag sem bílinn var í viðgerð en svo þegar búið var að setja nýjan vatnskassa í var samt eitthvað að. Headpackningin sennilega farin. Jibbí! Bílinn fór á næsta verkstæði og alltaf lét ég eins og þetta væri ekki mér að kenna: "Ég held bara að það hafi ekki verið sett á hann nægur frostlögur" eins og ég væri að kenna öðrum fjölskyldumeðlimum um. En bílinn á að vera tilbúinn í dag og við verðum ca. 160 þúsund kalli fátækari.
Mental note: Setja frostlögsblöndu í vatnskassann ef vantar!
föstudagur, nóvember 17, 2006
fimmtudagur, nóvember 16, 2006
mánudagur, nóvember 13, 2006
Kóræfingar ganga glimrandi vel. Ég valdi nokkuð strembin verk fyrir Fílharmóníuna en það hefur borgað sig. Eftir rúmlega mánuð er þetta mikið til komið og það eru tæpar fjórar vikur í tónleika. En það má alltaf fínpússa. Tónleikar 10. og 12. des. í Langholtskirkju.
Svo er svo gaman í Hljómeyki núna því það er svo vel mannað. Það eru um 6 í hverri rödd. Góður ballans. Tónleikar 28. des. í Seltjarnarneskirkju.
Gaman að vera með þessa tvo kóra sem eru svo ólíkir á skemmtilegan hátt.
Svo er svo gaman í Hljómeyki núna því það er svo vel mannað. Það eru um 6 í hverri rödd. Góður ballans. Tónleikar 28. des. í Seltjarnarneskirkju.
Gaman að vera með þessa tvo kóra sem eru svo ólíkir á skemmtilegan hátt.
laugardagur, nóvember 04, 2006
Ég fékk mitt hefðbundna stress í morgun fyrir tónleikana okkar Ingibjargar. Ég er alltaf á því að enginn muni mæta. Ég var búinn að búa mig undir það að Mamma og Hrafnhildur myndu mæta og kannski einn í viðbót. En það mætti þó nokkrir fleiri þrátt fyrir eiginlega enga kynningu (mér að kenna). Þetta fór barasta vel í fólk og ég held við höfum bara spilað ágætlega. Ég datt reyndar út á tveimur stöðum í Mahler og impróviseraði eitthvað í staðinn og kom sjálfum mér á óvart hvað það var í Mahlerískum anda.
föstudagur, nóvember 03, 2006
miðvikudagur, nóvember 01, 2006
Eitt hefur sonur minn erft frá mér. Hann er mjög matvandur. Ég var það sem krakki. Mér var oft hent öskrandi inn í herbergi því ég harðneitaði að borða eitthvað framandi. Hann herpir saman munninn og snýr sér í hina áttina. Hann er álíka þrjóskur og ég. Aðlögunininni er formlega lokið og hefur gengið alveg glimrandi vel. Kristjana hefur eiginlega aldrei upplifað annað eins.
Ég og Ingibjörg erum með tónleika á laugardaginn kl. 13.00 í Breiðholtskirkju í tilefni af allra heilagra messu. Þetta eru fyrstu tónleikar mínir í kirkjunni og ég vona svo innilega að sem flestir komi. Það kostar ekkert inn og tónleikarnir taka bara ca. 45 mín. Við ætlum að leika ýmis lög, m.a. eftir Jórunni Viðar, Atla Heimi, Telemann, mjög fallegt lag eftir Sandström og kannski eftir mig, þ.e. op. 1 sem ég samdi fyrir horn og orgel. Þurfum að sjá hvort það gangi að tónflytja það þannig að það passi fyrir básúnu. Svo flytjum við Söngva förusveins eftir Mahler. Við spiluðum það í fyrra í Svíþjóð og Hrafnhildur kom að hlusta og var svo ofboðslega hrifin af því. Það var á þeim tónleikum sem við buðum einum rónanum (sem var fastagestur í kirkjunni) að koma en hann sagðist vera upptekinn. Hann sá ekki fram á að vera edrú á þessum tíma, þ.e. kl. 12 á laugardegi.
Annars var ég að klára opus 2 í gærkvöldi. Ég byrjaði reyndar að semja það fyrir rúmu ári en strandaði á einum stað. Svo byrjaði ég aftur á föstudagskvöldið og komst á flug. Ég ætla að æfa þetta í kvöld með Fílunni en er alveg svakalega nervus við það, er svo hræddur um að þau fari bara að hlægja yfir hvað textinn passar asnalega við tónlistina. Þetta var nú ekki auðveldasti texti í heimi, ansi langur og óreglulegur.
Annars var ég að klára opus 2 í gærkvöldi. Ég byrjaði reyndar að semja það fyrir rúmu ári en strandaði á einum stað. Svo byrjaði ég aftur á föstudagskvöldið og komst á flug. Ég ætla að æfa þetta í kvöld með Fílunni en er alveg svakalega nervus við það, er svo hræddur um að þau fari bara að hlægja yfir hvað textinn passar asnalega við tónlistina. Þetta var nú ekki auðveldasti texti í heimi, ansi langur og óreglulegur.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)